Icelandic Women’s Rights Association (IWRA)
Kvenréttindafélag Íslands
Kvenréttindafélag Íslands, the Icelandic Women’s Rights Association, was founded in 1907.
The objective of Kvenréttindafélag Íslands is to work on women’s rights and the equal status of all genders in all areas of society. The association works on the basis of human rights and works against all kinds of discrimination.
To achieve this objective, the association aims to actively participate in public discourse and focus on the following mission and objectives, which have a clear feminist purpose and an expansive public relevance.
Fundamental Rights
We all have a fundamental right to life and bodily autonomy. The Icelandic Women’s Rights Association works to guarantee people’s autonomy over their bodies. The organizations works against sex-related and sexual violence in all areas of society.
The Icelandic Women’s Rights Association works for the social rights of women
The organizations works to ensure gender and equality education at all levels of education and to dismantle the gender order. The organization ensures that decisions are taken with an awareness of intersectionality and multiple discriminations and is always mindful that the definition of equality is fluid and subject to change.
The Icelandic Women’s Rights Association works for the political rights of women
The association works to strengthen the status of women in politics and public office and to increase the number of women in politics, public office and the judicial system. The association works for equality in public administration, for example gender mainstreaming and gender budgeting.
The Icelandic Women’s Rights Association works for the economic rights of women
The association works on the financial independence of women, to ensure the status of women and improve their conditions in all areas, regardless of disability, age, place of residence, origin, color, sexual orientation, gender identity and opinions. The association works to eradicate gender based income inequality. The association works for a better parental leave system and to shorten the work week with a view to improve gender equality. The association works against violence and harassment in the workplace. Equal conditions and equal wages NOW!
======================================
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Til þess að ná fram þessum markmiðum stefnir félagið á að taka þátt í samfélagslegri umræðu með virkum hætti og einbeita sér að eftirfarandi verkefnum og áherslum, sem hafa skýr femínísk markmið og víða samfélagslega skírskotun.
Grundvallarréttindi
Við höfum öll grundvallarrétt til lífs og líkama. Kvenréttindafélag Íslands beitir sér fyrir því að tryggja ákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama. Félagið beitir sér gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á öllum sviðum.
Kvenréttindafélagið vinnur að félagslegum réttindum kvenna
Félagið beitir sér fyrir því að tryggja kynja- og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum og að brjóta upp kynjakerfið. Félagið gætir að samtvinnun félagslegra breytna við ákvarðanatöku og hefur það ávallt í huga að jafnréttishugtakið breytist í takt við tímann.
Kvenréttindafélagið vinnur að stjórnmálalegum réttindum kvenna
Félagið beitir sér fyrir því að styrkja stöðu kvenna í stjórnmálum og opinberum embættum og fyrir fjölgun kvenna í stjórnmálum, opinberum embættum og dómskerfinu. Félagið beitir sér fyrir jafnrétti í opinberri stjórnsýslu, s.s. með samþættingu kynjaðra sjónarmiða og kynjaðri fjárhagsgerð.
Kvenréttindafélagið vinnur að efnahagslegum réttindum kvenna
Félagið beitir sér fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna, að tryggja stöðu kvenna og bæta kjör þeirra í hvívetna óháð fötlun, aldri, búsetu, uppruna, litarhætti, kynhneigð, kynvitund og skoðana. Félagið beitir sér fyrir því að uppræta kjaramun kynjanna. Félagið beitir sér fyrir betra fæðingarorlofskerfi og styttingu vinnuviku með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Félagið beitir sér gegn ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði. Jöfn kjör og jöfn laun STRAX!
Contact Details
Facebook: www.facebook.com/kvenrettindafelag
Twitter: www.twitter.com/kvenrett
Instagram: www.instagram.com/kvenrett
E-mail: postur[at]kvenrettindafelag.is
Website: www.kvenrettindafelag.is/en
Kvenréttindafélag Íslands
Túngata 14
101 Reykjavík
Iceland